20. ágúst 2018
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
Ó þú forna fósturland

Ó þú forna fósturland
Hvað er um þig komið?
Er samfélagið komið í strand?
Þú hefur sorgina lopið

Hvar eru hinar fornu hetjur?
Gísli Súrsson horfinn er
Í dag eru menn aðeins tetur
Frægðarljóminn farinn er

Hugrekki manna er að minnka
Alveg eins og jöklarnir
Í dag er bara borðuð skinka
Hvar eru samfélags sökklarnir?

Hvar eru hinar íslensku hænur?
Litskrúðugar og fjörugar
Í dag er verið að virkja sprænur
Hvað er eiginlega í gangi þar?

Burt með tækni og völd
Komum inn með súrmat
Ísland til baka á forna öld
Hin nýja er algjört frat

Upphituð hús eru ofmetin
Sjónvörpin tímanum stela
Í dag er við ríki letin
Hvar erum við eldmóðinn að fela?

Til forna var ekkert í basli
Einungis hetjur byggðu þetta land
Nú er hinsvegar allt í drasli
Ó, hvar er mitt forna fósturland?
Skrifaði þetta ljóð á degi Íslenskrar tungu. Ljóðið er skrifað undir Rómantískum áhrifum eins og glöggir menn taka eftir.


Ljóð eftir Baldur Halldórsson

Forboðin ást
Gústi bjargar
Bílslys
Fýr ég vel þekki
Goðin
Sjálfsálitið (skitan)
Reiðin
Ó þú forna fósturland
Stutt og laggott
Lítið og stórt
Glens og gaman
Gert í brækurnar


[ Til baka í leit ]