




















Höfundar: ©Notendur ljóð.is |
Hvernig mér líður er hvergi\' hægt að skýra með orðum
Hvar ég er staddur ég veit ei og ekkert ég skil
Þótt heimur minn sundrist og hugur minn fari úr skorðum
Hún er sú eina sem uppfyllir allt sem ég vil
Bros hennar geislar af birtu og fegurð og veldur
Í brjósti mér tilfinningum sem ég aldrei hef þekkt
Ég get hvorki falið né geymt þær og ekki gleymt heldur
Ég get ekki nokkurn og allra síst sjálfan mig blekkt
Engum tókst hana að eignast en margir það reyndu
Auðfengin reynist seint neinum svo mikið er víst
En því sem í brjósti mér býr get ég ei haldið leyndu
Svo bíða mun rólegur svo lengi sem henni líst
Því hún er jafnfalleg og fegurstu stjörnurnar björtu
Og fannhvítur snjór má sín lítils ef hún er þar nær
Veröld mín ilmar af alsæld er slá okkar hjörtu
Ég elska\' hana helmingi meira í dag en í gær
|
|
sept.-okt. '07 |
|
Ljóð eftir Steindór Dan
Í varðhaldi jarðar (2008-09-23) Noregur vs. Ísland, sept 2008 Úti frýs Tveggja manna tal Lampalimra Michael Jackson Við Ölfusfljót Ástarljóð (2008-02-02) Andi jólanna (2008-12-25) Prófaljóð Á mótum tveggja ára Vinarmissir Á afmælisdegi föður míns Þegar ellin færist yfir Gömlu skáldin (2008-07-17) Vinaminni (2010-04-22) Til dýrðlegrar stúlku Vitleysingarnir (2008-02-04) Tíminn læknar öll sár Skáldið sem hætti að yrkja (2008-07-11) Rammgerður miðbæjarróni (2008-02-27) Menntaskólinn í Reykjavík (2009-04-10) Símasölumaðurinn Íslenskir málshættir og orðtök Sumarferðir (2008-06-26) Þú kveiktir ást í hjarta mér Níði snúið á íslenskt veður Á afmælisdegi móður minnar Ljúfsár ljóð (2008-03-15) Eitt sinn var löglegt að drepa Kind (2008-10-25) Leikfimitími í Menntaskólanum Sendiför Bjartasta ljósið Á Þjóðarbókhlöðunni (2008-04-26) Lestur undir próf í heimspeki Misheppnað ástarkvæði Atómljóðin Þjóðaréttur Jenni ríki (2010-09-11) Þór Vörðurinn (2010-01-31) Ástfangið hjarta (2008-09-01) Kveðja til Eskifjarðar Hjólabrettavillingurinn Ólafur (2008-08-12) Gullbrúðkaup ömmu og afa Sumarlok Árstíðaskipti Vetrargrýla Golfheilræði (2009-08-01) Martröð Sumarstúlkan (2008-10-21) Hvers virði? Best er að blunda á daginn (2010-09-14) níþ nÁ (2010-02-24) Bráðum (2008-04-05) Besta ljóð í heimi Ástarsonnetta Heilræði Atómljóð Til hamingju með daginn! (2009-01-10) Parið eftir dansnámskeiðið Náðargáfan Minning Til eru hús - (2014-03-21)
[ Til baka í leit ]
|