29. september 2020
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
Draumanætur í Febrúar

Þegar ég loka augunum
rænir þú hugsunum mínum.
Þú stendur í tröppunum
og treður tungunni
í sænskan pönkara.

Ég hleyp út,
beint í fangið á Angelinu Jolie.
Augu hennar eru full sakleysis og hún brosir til mín.

Það er eins og litlir djöflar séu
að rífa úr mér hjartað
og borða það í maga mínum.

Kreista brosið titrar á vörum mér
er ég hleyp, hleyp í burtu.
Burt frá þér, burt frá augum sakleysis
og fel mig í kolsvarta hjarta mínu
og reiðu stelpurokki.

Kem heim og jarða tilfinningar mínar
undir sænginni.
Yfir beisku morgunkaffinu,
velti ég fyrir mér hvort að
Óli Lokbrá hafi verið að stríða mér,
enn og aftur.


Ljóð eftir Birnu Helenu Clausen

Draumanætur í Febrúar (2008-01-27)
Þegar Járntjaldið féll
Bitrukonu- blús


[ Til baka í leit ]