




















Höfundar: ©Notendur ljóð.is |
Lítil snót með lokka gullna og bjarta
leitar hlýju í faðmi hins unga manns.
Með vonarbros, en brothætt, viðkvæmt hjarta
hún bíður eftir tilsögn sannleikans.
Því hún mátti áður þola svik frá sumum,
sem sögðust hana elska mundu og þrá,
en eyddu svo með eldingum og þrumum
ástinni sem farin var á stjá.
En ungar stúlkur þessi maður þekkti
og þóttist kunna að leika á hvaða frú.
Hann okkar ljúfu snót með brögðum blekkti
og besta vann með svikum hennar trú.
Hann sór að ávallt yrði hann til staðar,
svo öllum stundum gæti hún sofið rótt.
Á öðrum degi desembermánaðar
dvaldi hann hjá henni yfir nótt.
En eftir á var annað í honum hljóðið.
Hann hló og fagurt andlit hans varð ljótt.
En stúlkan grét og fann hve funheitt blóðið
flæddi í hennar vanga ofurhljótt.
Á axlir hennar hönd sína hann lagði.
Um hjarta hennar læddist kaldur þeyr.
Með bros á vör og válegt glott hann sagði:
\"Nú vil ég ekkert með þig hafa meir.\"
Litla stúlkan lét sem ekkert væri,
þótt læddust niður vanga hennar tár.
Um sorgina engin liggja landamæri.
Læknar tíminn í alvöru öll sár?
|
|
jan '08 |
|
Ljóð eftir Steindór Dan
Í varðhaldi jarðar (2008-09-23) Noregur vs. Ísland, sept 2008 Úti frýs Tveggja manna tal Lampalimra Michael Jackson Við Ölfusfljót Ástarljóð (2008-02-02) Andi jólanna (2008-12-25) Prófaljóð Á mótum tveggja ára Vinarmissir Á afmælisdegi föður míns Þegar ellin færist yfir Gömlu skáldin (2008-07-17) Vinaminni (2010-04-22) Til dýrðlegrar stúlku Vitleysingarnir (2008-02-04) Tíminn læknar öll sár Skáldið sem hætti að yrkja (2008-07-11) Rammgerður miðbæjarróni (2008-02-27) Menntaskólinn í Reykjavík (2009-04-10) Símasölumaðurinn Íslenskir málshættir og orðtök Sumarferðir (2008-06-26) Þú kveiktir ást í hjarta mér Níði snúið á íslenskt veður Á afmælisdegi móður minnar Ljúfsár ljóð (2008-03-15) Eitt sinn var löglegt að drepa Kind (2008-10-25) Leikfimitími í Menntaskólanum Sendiför Bjartasta ljósið Á Þjóðarbókhlöðunni (2008-04-26) Lestur undir próf í heimspeki Misheppnað ástarkvæði Atómljóðin Þjóðaréttur Jenni ríki (2010-09-11) Þór Vörðurinn (2010-01-31) Ástfangið hjarta (2008-09-01) Kveðja til Eskifjarðar Hjólabrettavillingurinn Ólafur (2008-08-12) Gullbrúðkaup ömmu og afa Sumarlok Árstíðaskipti Vetrargrýla Golfheilræði (2009-08-01) Martröð Sumarstúlkan (2008-10-21) Hvers virði? Best er að blunda á daginn (2010-09-14) níþ nÁ (2010-02-24) Bráðum (2008-04-05) Besta ljóð í heimi Ástarsonnetta Heilræði Atómljóð Til hamingju með daginn! (2009-01-10) Parið eftir dansnámskeiðið Náðargáfan Minning Til eru hús - (2014-03-21)
[ Til baka í leit ]
|