Í næturkyrrð sér una lítil ljóð.
Svo ljúft, svo fagurt syngur hvert sinn óð
um vorsins blóm og býflugur í senn,
og börn sem vaxa úr grasi og verða menn.
Og flestum kveikja ljóðin yndi og ást
þótt ávallt þurfi sumir menn að þjást,
því ljóðin geta minnt á sorg og sár,
svo sytra niður vanga þúsund tár.
Svona er það með lífsins bestu ljóð.
Þau láta suma finna til,
en eru öðrum góð.
|