16. september 2021
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
Frystar forsendur

Aldrei sagði hún mér að hugsa ekki um demantinn
sem hann geymir í frystinum.
Yfirleitt talaði hún um mikilvægi einstaklingsins
Í samskiptum kynjanna, og kynhlutverk framtíðar.
Þegar byrjaði að rigna lá ég inní henni, rann af mér
járnið sem veraldarsmiðjan hafði hamrað á mig.
Hún sagði mér frá eldinum sem bjó innra með sér,
hún þráði skilning. Hún sýndi mér sár sem koma þegar
hún er að brenna. Á þessari stundu sá ég eldglæringar í
endalausu augum hennar og ég sagði “ég sé eld hennar brenna
í augum þínum” þegar ég eyði demöntum.


Ljóð eftir Hauk Davíð

Frystar forsendur (2004-03-29)


[ Til baka í leit ]