16. september 2019
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
Móðir

Þær koma í halarófu
með gula vagna
og græna.
Litla anga
stóra krakka
einbirni, ómegð
annað á leiðinni.

Óska til hamingju
kíkja
undir skerminn
gæla
vega og mæla.

Hraustlegur strákur
voða sætur
og svona frískur
sefur, grætur.
Mjólkarðu elskan
komin á ról.
Gekk allt að óskum
- en gaman.

Viðbrigði auðvitað
vakna, gefa
bía, sussa
en góða, það venst.

Reynslusvipur
í andlitunum
örugg handtök.
Þær kunna sig
í sínum heimi.

Það er verið
að vígja mig.

(1981)


Ljóð eftir Þórdísi Richardsdóttur

Uppvask
Skammdegi
Móðir
Heima á Íslandi
Ævintýramórall (2010-03-05)
Vitund útflytjandans
Vindhviður


[ Til baka í leit ]