8. maí 2021
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
djöfullinn er upprunninn að neðan

ég trúi ekki á guð
ég ætla bara að skrifa um það seinna
sko um guð

En ég trúi á hann!

nei ég trúi ekki á guð
og sé eiginlega eftir
að hafa fermt mig

Ég trúi á Travolta!

ég veit þó að ég trúi ekki
á boðskap vísindakirkjunnar
það er bara tómt rugl

hversu heil er trú þín
eða trúleysi?

ég trúi ekki á guð
en ég trúi að bænir
virki

ég veit ekki
hvort ég trúi á guð
en ég bið bænir
„just in case“

Ég trúi á stuð!

ég trúi ekki á
skiluru
kallinn með síða hvíta skeggið
sem stendur í gullhöllinni sinni
uppí skýjunum

en ég trúi á að það sé
eitthvað
sem verndar okkur
og

trúið þið
á drauga?

en já ég trúi á drauga
og hef séð
nokkrum sinnum

ekki oft samt

ég trúi ekki beint
á drauga

en ég trúi alveg
að það geti verið sálir
eða „andar“

þú þarft ekkert endilega
háhraða internet
til að ná í þá

Ég trúi á sjálfan mig!

ég trúi ekki á eitthvert
æðra máttarvald

ég trúi bara því
sem hægt er að
sanna

ef einhver getur
sannað
að guð sé til
Birtist áður á Tíuþúsund tregawöttum 16. apríl 2008. Ljóðið er unnið úr fundnum textum (sem og "Gunnar er enn heill heilsu").


Ljóð eftir Hjörvar Pétursson

síðdegis (2005-11-24)
í litlu þorpi (2003-04-01)
ökuljóð (I) (2005-10-05)
ökuljóð (II) (2006-06-28)
ökuljóð (III) (2006-07-31)
eftirleikur (2005-03-09)
Gunnar er enn heill heilsu (2006-11-03)
Pissusálmur nr. 51 (2006-11-22)
þar sem þið standið (2007-04-28)
erótómía (2007-03-20)
heiði (2007-06-15)
lyst (2007-05-05)
paradísarhylur (2007-10-22)
kveðja (III) (2008-05-19)
djöfullinn er upprunninn að neðan


[ Til baka í leit ]