7. júlí 2020
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
Við enda götunnar

-Við enda götunnar,
Hafa rætur mínar bundist malbikinu
Svo aldrei hef ég haggast.

-Við enda götunnar,
Hafa tár mín fallið og myndað vötn
Svo aldrei mig þyrsti.

-Við enda götunnar,
Hefur hár mitt vaxið um mig allan
og hlíft mér frá kuldanum.

-Við enda götunnar,
Ég brosi er þú leggur þreytta hönd þína
Í lófa minn.

-Við enda götunnar,
Slít ég rætur mínar,
Þerri ég vötnin
Og sker hár mitt.
Tek hönd þína og geng við hlið þér.

-Við enda götunnar,
Er upphafið.


Ljóð eftir Þórð Sveinsson

Við enda götunnar
Kvenmannsleysi
Fyrirgefðu mér
Bitur Glíma (2008-05-04)
Kaffitár
Tvær sólir
Samviskubit


[ Til baka í leit ]