26. maí 2020
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
SVEFNDREKINN

Ég sit einsamall í rykugu kjallarakytrunni og hlusta
á síðustu plötuna með George Harrison – þá sem kom
út eftir dauða hans. Hún vinnur á við hverja hlustun,
kannski eins og sjálfur dauðinn? Ég var að kreista
í haldarlausu krúsina síðustu dreggjarnar úr
hvítvínsbeljunni, (reyndar á ég tvær smáflöskur í
ísskápnum og örlítið rauðvín), og sit hér aleinn
við gömlu tölvuna sem er ekki einu sinni nettengd.
Ég er nýbúinn að segja upp eftir sextán ára starf á
geðveikrahælinu og er dálítið skelfdur: Mun ég lenda
lífi mínu sæmilega eins og flugdreka þegar vindurinn
færist í aukana? Ég veit það ekki – svosem hver
lendir lífi sínu virðulega í dragsúgi dauðans? – en ég
reyni að hughreysta mig með því að lesa Iðrandi syndari
eftir Isaac Bashevis, búinn að taka fyrri svefnpilluna,
búinn að gera allt sem ég veit að ég á að gera – og eftir
stendur ekkert nema þetta sem ég hef enga stjórn á;
síðasti hluti lífs míns: Hið óvænta ...


Ljóð eftir Ísak

SVEFNDREKINN


[ Til baka í leit ]