28. september 2020
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
Naustabryggja

Þú komst til mín brotin í naustið
og ég baðaði þig í öldunnar róti
þegar blámi himinsins
rann saman við spegilsléttan flötinn
og saman við græddum sár.

Hvít seglin blöktu fyrir gluggum
og vörpuðu mildri birtu
á óvissunnar nagandi ótta
framtíðar hverfula land
er blasti við stafni en hvarf síðar í
ólgandi iðuköst hugrúna þinna.Ærir II
1959 -Ljóð eftir Æri

Hrím (2007-09-28)
Meitill (2006-06-06)
Besame
Bið (2007-06-09)
Í mörkinni (2006-05-01)
Hugljómi (2007-10-07)
Ljóðheimar
Urt (2006-06-01)
Blómið (2008-07-16)
Brot (2006-06-19)
Myrta
Stjörnurnar vikna
Bogaljós (2007-07-21)
Gleymdu mér ei
Spegill
Naustabryggja
Bjarmi
Blæbrigði
Dreyri (2007-10-03)
Haustlitir
Umferðarteppa
Óhræsið
Flótti
Blágrasadalur
Aðventa
Quantum
Ímynd
Söknuður (2008-06-25)
Gyðja
Aldagömul hús
Kvöld í Kína
Blómabreiða
Formaðurinn
Ljóðagrjót (2010-12-07)


[ Til baka í leit ]