




















Höfundar: ©Notendur ljóð.is |
Lífsins englar allir farnir
ætli Guð mér standi hjá?
Samningar og sáttmálarnir
samtals hálfri milljón ná.
Verri en diffur, verri en tegur
verri en allt sem talað er
Þjóðaréttur rosalegur
reginkúkur þykir mér.
Heimalærdómshöfuðborgir
hafna mér og bægja frá.
Skyldu drykkir deyfa sorgir?
Drottinn, leyf mér prófi að ná.
Svartsýnin er sannur djöfull
sjálfan mig með henni kvel.
En elsku drottinn Guð er gjöfull
gefðu að mér farnist vel.
Feiknarmyrkur færist yfir
finn hve myndast svitakóf.
En vonarneisti lítill lifir
nú les ég þar til byrjar próf.
|
|
maí '08 |
|
Ljóð eftir Steindór Dan
Í varðhaldi jarðar (2008-09-23) Noregur vs. Ísland, sept 2008 Úti frýs Tveggja manna tal Lampalimra Michael Jackson Við Ölfusfljót Ástarljóð (2008-02-02) Andi jólanna (2008-12-25) Prófaljóð Á mótum tveggja ára Vinarmissir Á afmælisdegi föður míns Þegar ellin færist yfir Gömlu skáldin (2008-07-17) Vinaminni (2010-04-22) Til dýrðlegrar stúlku Vitleysingarnir (2008-02-04) Tíminn læknar öll sár Skáldið sem hætti að yrkja (2008-07-11) Rammgerður miðbæjarróni (2008-02-27) Menntaskólinn í Reykjavík (2009-04-10) Símasölumaðurinn Íslenskir málshættir og orðtök Sumarferðir (2008-06-26) Þú kveiktir ást í hjarta mér Níði snúið á íslenskt veður Á afmælisdegi móður minnar Ljúfsár ljóð (2008-03-15) Eitt sinn var löglegt að drepa Kind (2008-10-25) Leikfimitími í Menntaskólanum Sendiför Bjartasta ljósið Á Þjóðarbókhlöðunni (2008-04-26) Lestur undir próf í heimspeki Misheppnað ástarkvæði Atómljóðin Þjóðaréttur Jenni ríki (2010-09-11) Þór Vörðurinn (2010-01-31) Ástfangið hjarta (2008-09-01) Kveðja til Eskifjarðar Hjólabrettavillingurinn Ólafur (2008-08-12) Gullbrúðkaup ömmu og afa Sumarlok Árstíðaskipti Vetrargrýla Golfheilræði (2009-08-01) Martröð Sumarstúlkan (2008-10-21) Hvers virði? Best er að blunda á daginn (2010-09-14) níþ nÁ (2010-02-24) Bráðum (2008-04-05) Besta ljóð í heimi Ástarsonnetta Heilræði Atómljóð Til hamingju með daginn! (2009-01-10) Parið eftir dansnámskeiðið Náðargáfan Minning Til eru hús - (2014-03-21)
[ Til baka í leit ]
|