




















Höfundar: ©Notendur ljóð.is |
Áhyggjur, hræðsla..
hún bíður,
síminn hringir, hún svarar.
Örvænting...
hún reynir
reynir að sannfæra manneskjuna
um að gera það ekki.
hún segir að lífið megi ekki taka,
endurtekur það þrisvar
Öskra það í þriðja skiptið!
ekkert svar...
Sambandið slitnar,
hún hrinur niður á kalt gólfið
byrjar að gráta,
hvað nú?
Hugsanir streyma,
skildi hann hafa gert það?
skildi hann hafa farið frá mér?
án þess að kveðja...
Hvað nú?
|
|
|
|
Ljóð eftir Eydísi Ósk
Hann. Hugsanir. Ég elska þig Söknuður Hvað nú? Hausverkur. Brestir. Tilfinningar.... ofsóknir...
[ Til baka í leit ]
|