25. október 2020
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
Blómið

Ég er blómið sem er bundið við svörðinn
og blænum af hafi ég fagna
þá bifast mín blöðin grænu

Með sólskini sumarið kemur
og sýnist veröldin björt
ég sprett upp úr myrkri moldu
og mjakast hinn stutta veg
sem leggur minn leyfir að vaxa
og lindin sem vökvar mitt fræ.

Brátt mun leggurinn laufgast
og ljómandi blómið mitt skín
þá sólin mun vatnið verma
og vin á ég einan í urð.
En kuldinn læðist á kvöldin
og kremur hin viðkvæmu blöð
hretið úr háloftum fellur
og herðir að blómkrans og rót.

Bundið er blómið í svörðinn
og bíður að gleðjist þitt auga
þú fagnir þess fegurð á grundum
í ferðum í huganum berð
það blóm sem er bundið við svörðinn

Að hausti er hallar að kveldi
og hélar við rætur og legg
blómið sín blöðin fellir
og biður að haustið sé stutt
því blákaldur veturinn bíðurÆrir II
1959 -Ljóð eftir Æri

Hrím (2007-09-28)
Meitill (2006-06-06)
Besame
Bið (2007-06-09)
Í mörkinni (2006-05-01)
Hugljómi (2007-10-07)
Ljóðheimar
Urt (2006-06-01)
Blómið (2008-07-16)
Brot (2006-06-19)
Myrta
Stjörnurnar vikna
Bogaljós (2007-07-21)
Gleymdu mér ei
Spegill
Naustabryggja
Bjarmi
Blæbrigði
Dreyri (2007-10-03)
Haustlitir
Umferðarteppa
Óhræsið
Flótti
Blágrasadalur
Aðventa
Quantum
Ímynd
Söknuður (2008-06-25)
Gyðja
Aldagömul hús
Kvöld í Kína
Blómabreiða
Formaðurinn
Ljóðagrjót (2010-12-07)


[ Til baka í leit ]