20. ágúst 2018
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
Alltaf allsstaðar aftur og aftur

Ást okkar er allsstaðar hér:

kaffibolli á hvolfi á ofni
snjáður spilastokkur
kámug kristalkúla:

allsstaðar komum við við sögu
aftur og aftur höfum við elskast
og munum gera það aftur og aftur
um ókomna tíð
í eftirlífum og eftirlífum þeirra.

Í þessu lífi vil ég styðja þig
á meðan þú styður mig

gleðja þig meðan þú gleður mig

frelsa þig undan mér, frjáls undan þér.

Við erum ekki eitt
við erum tvennt,

en við ferðumst áfram sama veginn.
Handa Kolbrá. Áður óútgefið. Allur réttur áskilinn höfundi.


Ljóð eftir Davíð A. Stefánsson

Við Suðurgötu (2001-11-26)
þú (2001-12-19)
Fyrir kuldatíð (2003-10-30)
Inni (2003-08-29)
Vegferð (2002-04-14)
Vindur og vissa (2002-02-06)
Borgarmúr (2005-01-06)
Alltaf allsstaðar aftur og aftur (2002-02-14)
Úr myrkri (2003-07-21)
Seint á hörðum kodda (2003-06-18)
Rökkrið (2004-01-17)
Sögn (2007-04-11)


[ Til baka í leit ]