




















Höfundar: ©Notendur ljóð.is |
Sá atburður gerðist eitt sinn úti í sveit
að sjómaður ylhýra stúlkukind leit,
og hjartað hans hamaðist senn.
Hann byrjaði snemma að dömunni að dást
og dálítil kviknaði í brjósti hans ást,
sem líklega leynist þar enn.
Hann elti hana á röndum og reyndi að ná
að ræna hennar athygli símanum frá -
það svolítið seinlega gekk.
En loks varð það úr að þau mæltu sér mót,
maðurinn ungi og hin ylhýra snót -
hann ósk sína uppfyllta fékk.
Þau áttu vel saman og sungu þann brag
sem sunginn er ennþá í Kjósinni í dag
og ómar um byggðir og ból.
Nú gerum við veislu þeim hjónum í hag
því hálf öld er síðan að kirkjunnar lag
skenkti sitt giftingarskjól.
Nú þökkum við ykkur
með þýðlyndum yl
að þess fáum notið
að þið séuð til.
|
|
sept '08
Amma og afi fögnuðu 50 ára brúðkaupsafmæli 13. september sl. |
|
Ljóð eftir Steindór Dan
Í varðhaldi jarðar (2008-09-23) Noregur vs. Ísland, sept 2008 Úti frýs Tveggja manna tal Lampalimra Michael Jackson Við Ölfusfljót Ástarljóð (2008-02-02) Andi jólanna (2008-12-25) Prófaljóð Á mótum tveggja ára Vinarmissir Á afmælisdegi föður míns Þegar ellin færist yfir Gömlu skáldin (2008-07-17) Vinaminni (2010-04-22) Til dýrðlegrar stúlku Vitleysingarnir (2008-02-04) Tíminn læknar öll sár Skáldið sem hætti að yrkja (2008-07-11) Rammgerður miðbæjarróni (2008-02-27) Menntaskólinn í Reykjavík (2009-04-10) Símasölumaðurinn Íslenskir málshættir og orðtök Sumarferðir (2008-06-26) Þú kveiktir ást í hjarta mér Níði snúið á íslenskt veður Á afmælisdegi móður minnar Ljúfsár ljóð (2008-03-15) Eitt sinn var löglegt að drepa Kind (2008-10-25) Leikfimitími í Menntaskólanum Sendiför Bjartasta ljósið Á Þjóðarbókhlöðunni (2008-04-26) Lestur undir próf í heimspeki Misheppnað ástarkvæði Atómljóðin Þjóðaréttur Jenni ríki (2010-09-11) Þór Vörðurinn (2010-01-31) Ástfangið hjarta (2008-09-01) Kveðja til Eskifjarðar Hjólabrettavillingurinn Ólafur (2008-08-12) Gullbrúðkaup ömmu og afa Sumarlok Árstíðaskipti Vetrargrýla Golfheilræði (2009-08-01) Martröð Sumarstúlkan (2008-10-21) Hvers virði? Best er að blunda á daginn (2010-09-14) níþ nÁ (2010-02-24) Bráðum (2008-04-05) Besta ljóð í heimi Ástarsonnetta Heilræði Atómljóð Til hamingju með daginn! (2009-01-10) Parið eftir dansnámskeiðið Náðargáfan Minning Til eru hús - (2014-03-21)
[ Til baka í leit ]
|