24. október 2020
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
Fífillinn

Ég tíndi þér vönd með sóleyjum sætum
og bætti við fífli,
svona rétt upp á grín.
Spurði svo hvort við tvö ekki gætum
farið með blómin heim til þín.

Þú brostir og sólin skein þér úr augum
er horfðir þú blómvöndinn á.
Mér fannst ég vera að fara á taugum,
en þá sagðir þú blíðlega já.

Svo fannstu í garðinum krukku með vatni
og flugum sem villst höfðu af leið.
Þú bjargaðir þeim með ítrustu natni
en ég horfð´á þig hljóður og beið.

Í krukkuna settirðu fífilinn fína
en fallegar sóleyjar bastu í krans.
Svo kysstirðu létt á kinnina mína
og bauðst mér í vangadans.

Þú varst sex og ég var sjö.
og áttum daginn saman tvö.

Þann dag fannst mér hamingjan
horfa á mig
og allt var svo fallegt og gott.
Og mig er ennþá að dreyma um þig
sem ert löngu flogin á brott.

Í gegnum tíðina hef ég leitað að lukku.
Og er ég hugsa til þín,
ég finn fyrir trega.
Því eins og fífli í tómri krukku
hefur mér liðið ævinlega.Anna Þóra
1963 -

Þetta er texti sem ég gerði eitt sinn og geymdi lengi í tölvunni minni. Seinna var gert lag við þennan texta og hann sunginn inn á disk sem ber heitið Kall út í bæ.


Ljóð eftir Önnu Þóru

stunga
Stjörnuskrjáf (2004-11-24)
orsök
brot (2003-07-08)
Hækur (2004-01-28)
Kyrrð (2003-07-28)
Hækur 2 (2004-11-17)
Fall (2006-08-04)
Orðið
Suð (2004-07-09)
húsblús
kabárutfa
Tilviljun eða grís? (2004-06-18)
Um fjöll
Saga úr umferðinni
frelsi
Lofbogi
Lygavefur (2004-10-07)
Skýrás
Styrkur
X
Tiltekt (2004-12-22)
Skoskur leigumorðingi? (2005-01-09)
Blik
Endurminning kennarans (2005-06-17)
Án ábyrgðar (2005-04-03)
Sannalegar sannar lygar
Umsátur um ást
Múrverk
Klifur
Fífillinn
minningarnar einar
bilin (2008-01-06)
Bítl
Til mömmu
Leikur
Jól - enn á ný
Ok
Kvín-bí
Kreppa
Himnasæla


[ Til baka í leit ]