7. desember 2019
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
Már

Á bláan sandinn, við sæbarinn stein
hann særður og máttvana hneig,
með velktan og brotinn hinn bjarta væng,
í brjóstinu dauðans geig.
Og augu hans brunnu af ótta og kvöl
og aflvana frelsisþrá,
er báran teygði sinn blikandi fald
að brjósti hans sænum frá.

Hans bræður og systur þau svífa brott
á svanhvítum, léttum væng
og vagga á brjóstum hins bládjúpa hafs
í bylgjunnar hvikulu sæng.
Hann aleinn þreyir á unnarströnd
við ógnir og dauðastríð,
og kennir sér enga í kvölum fró,
þó kvöldsólin vermi blíð.

Þar breiddi nú hafið sinn bjarta faðm,
og bláloftin hvelfdust heið.
Ó, aldrei framar á örskreiðum væng,
að eiga? um þau djúpin leið!
- Eg krýp á sandinn, ó, sævarbarn,
mín sorg og mín aumkvun er heit.
Að líkna þér engin, engin ráð
önnur en dauðann eg veit.

Þú hraðfleygi sonur hins ljósa lofts,
svo léttur og hreinn og frár,
yfir þinn brotna og blóðuga væng
brennandi falla mín tár.
Hvern mátti það gleðja, að grýta þig?
Yfir góðu þú eflaust bjóst,
- að fella þig kvalinn á svartan sand
og saurga þitt hvíta brjóst?

Þú leiðst svo fannhvítur, frjáls og hreinn,
og fegraðir haf og strönd
og barst okkar útþrá til himins hátt
yfir höfin í ókunn lönd.
Hver átti svo grimman og gálausan hug?
Hvern gladdi þín dauðakvöl?
Hver fann ei, að léttan og frjálsan væng
að fella er synd og böl?Ljóð eftir Aðalbjörgu Benediktsdóttur

Már (2002-11-09)


[ Til baka í leit ]