24. október 2020
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
Ég er alkohólisti.

Ég sætti mig við sjúkdóminn,
sjálfur Guð er læknirinn;
nú veit ég hvað er rétt og rangt,
reglum þarf að fylgja strangt:
Ég er alkohólisti ævilangt...

Viðurkenni vanmáttinn,
læt vilja Guðs um afganginn.
Set markið ofar eigin hag;
algáð sé mitt hjartalag:
Ég er alkohólisti í allan dag...

Lifi í dag og dey í kvöld,
Drottni fel ég öll mín völd
og líf mitt er ei lengur hik,
laust við blekking, fals og svik:
Ég er alkohólisti hvert augnablik...

Í æðruleysi auðmýktar,
með opið jákvætt hugarfar.
Gleyma aldrei stund og stað;
stefna hreinu lífi að:
Ég er alkohólisti og þakka það...
Tileinkað þeim sem hafa þennan sjúkdóm að bera, og fylgja sporakerfi AA.


Ljóð eftir Þorstein

Fossa flúðir
Hver
Fjallið
Vofa
Í spreki (2009-01-14)
Áin
Bæn
Synd
Heilræði
Ljóð
Leit (2008-10-18)
Svarið...
Fuglinn.
Á háaloftinu.
Langisandur.
Ég er alkohólisti. (2008-10-23)
Bros á vörum. (2008-10-22)
Orsökin.
Af Sviði.
Lífsleiði.
Rósin.
Bölþula.
Þú sem áttir.
Kona.
Barn í götu.
Gleðistund. (2008-10-31)
Kramin þjóð.
Lund.
Belja.
Skilaboð
´Nótt
Ást
Speki
Fegurð
Til þín
Völin
Auraráð
Eftirgjöf
Hugleiðing
Jól
Gangan
Mannsins þörf
Sjálfsmorð
Andleysi (2009-01-05)
Kveðja (2009-01-07)
Númi
Að lokum
Handanvið
Krítík
Hitamælir
Við skúringar
Pæling
Níð
Gróði
Oft
Fundur
Púki
Spil
Fang
Fugl
Himnahjal
Lukka


[ Til baka í leit ]