24. október 2020
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
Lífsleiði.

Ég fitla í fyrnd
er flest var gott.
Nú glötuð er girnd,
og gamanið brott.

Skellur aldur á,
æskuþróttur dvín,
vinir falla frá,
fátt er lengur grín.

Vonarsólin sest,
hér sit ég getulaus.
Skjól í fokin flest,
því flóttaveginn kaus.

Nefnt hið ljúfa líf,
losti, synd og hel,
lygar vín og víf,
vítishugarþel.

Geng um dimman dal,
í dimmum þokuhjúp.
Sjálfsins vafrar val
villt um hugans djúp
og flestöll skúmaskot;
skímu leitar að:
Eintómt óðagot,
engan samastað
sál né finnur frið
í flótta syndaranns:
Engan gefur grið
grimmdin Andskotans.


Ljóð eftir Þorstein

Fossa flúðir
Hver
Fjallið
Vofa
Í spreki (2009-01-14)
Áin
Bæn
Synd
Heilræði
Ljóð
Leit (2008-10-18)
Svarið...
Fuglinn.
Á háaloftinu.
Langisandur.
Ég er alkohólisti. (2008-10-23)
Bros á vörum. (2008-10-22)
Orsökin.
Af Sviði.
Lífsleiði.
Rósin.
Bölþula.
Þú sem áttir.
Kona.
Barn í götu.
Gleðistund. (2008-10-31)
Kramin þjóð.
Lund.
Belja.
Skilaboð
´Nótt
Ást
Speki
Fegurð
Til þín
Völin
Auraráð
Eftirgjöf
Hugleiðing
Jól
Gangan
Mannsins þörf
Sjálfsmorð
Andleysi (2009-01-05)
Kveðja (2009-01-07)
Númi
Að lokum
Handanvið
Krítík
Hitamælir
Við skúringar
Pæling
Níð
Gróði
Oft
Fundur
Púki
Spil
Fang
Fugl
Himnahjal
Lukka


[ Til baka í leit ]