Davíð asnaskap örfaði,
útrás bankanna ei njörfaði.
En ábyrgðin er ekki til,
við uppgjör og reikningsskil:
Saklausu mennirnir sitja hér stíft,
af syndum þeirra oss varla er líft.
Landráðamennirnir líta upp á mann
og ljóst skammast sín enginn kann.
Bretar af vandanum supu með sann,
en settu á hann hryðjuverkabann.
|