20. maí 2019
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
Heimspekin

Heimspekin lömuð haltrar út,
heldur sjóndauf og niðurlút
þrammar í þessu landi;
himin og stjörnur hvörgi sér,
horfir einatt í gaupnir sér,
jörðin er hennar andi;
ég sný af því
ofaná bóginn, elti plóginn
undan skúrum,
stundum ég sofna með drauma dúrum.

Margbreytin vofa birtast kann,
breytilig sýnist náttúran
vera í vöku' og svefni;
en ég vil hafa fátt um flest,
fjölhæfni trúi' ég auglýsist
hennar í hvörju efni;
ég finn um sinn
hæsta dýr í heimi býr,
sem heitir Maður,
mörg er þess athöfn og merkistaður.Eggert Ólafsson
1726 - 1768Ljóð eftir Eggert Ólafsson

Málverk (2002-05-30)
Ísland ögrum skorið (2002-11-28)
Píkuskrækur (2004-03-08)
Hestasæla (2007-11-03)
Heimþrá (2008-11-09)
Lærdómsundur (2008-10-26)
Heimspekin (2009-01-06)


[ Til baka í leit ]