




















Höfundar: ©Notendur ljóð.is |
Heimsins eru auðæfi og glyngur
einskis virði ef þín ég fæ ei notið.
Dýrmætastan fjársjóð hef ég hlotið;
hjartað þitt með mínu dúett syngur.
Ég þrái að kyssa þínar rjóðu kinnar.
Þú ert fegurst rósa í hverju beði.
Vor hjörtu syngja af sannri list og gleði
saman lítinn óð til ástarinnar.
Mér skal lýsa ljósið þinna kerta
og leiða mig að þínum blíðu öldum
sem yndisleika endalausum skarta.
Og hörpu þinnar strengi vil ég snerta.
Stíga með þér dans á sumarkvöldum.
Elska þig um eilífðina bjarta.
|
|
nóv. '08 |
|
Ljóð eftir Steindór Dan
Í varðhaldi jarðar (2008-09-23) Noregur vs. Ísland, sept 2008 Úti frýs Tveggja manna tal Lampalimra Michael Jackson Við Ölfusfljót Ástarljóð (2008-02-02) Andi jólanna (2008-12-25) Prófaljóð Á mótum tveggja ára Vinarmissir Á afmælisdegi föður míns Þegar ellin færist yfir Gömlu skáldin (2008-07-17) Vinaminni (2010-04-22) Til dýrðlegrar stúlku Vitleysingarnir (2008-02-04) Tíminn læknar öll sár Skáldið sem hætti að yrkja (2008-07-11) Rammgerður miðbæjarróni (2008-02-27) Menntaskólinn í Reykjavík (2009-04-10) Símasölumaðurinn Íslenskir málshættir og orðtök Sumarferðir (2008-06-26) Þú kveiktir ást í hjarta mér Níði snúið á íslenskt veður Á afmælisdegi móður minnar Ljúfsár ljóð (2008-03-15) Eitt sinn var löglegt að drepa Kind (2008-10-25) Leikfimitími í Menntaskólanum Sendiför Bjartasta ljósið Á Þjóðarbókhlöðunni (2008-04-26) Lestur undir próf í heimspeki Misheppnað ástarkvæði Atómljóðin Þjóðaréttur Jenni ríki (2010-09-11) Þór Vörðurinn (2010-01-31) Ástfangið hjarta (2008-09-01) Kveðja til Eskifjarðar Hjólabrettavillingurinn Ólafur (2008-08-12) Gullbrúðkaup ömmu og afa Sumarlok Árstíðaskipti Vetrargrýla Golfheilræði (2009-08-01) Martröð Sumarstúlkan (2008-10-21) Hvers virði? Best er að blunda á daginn (2010-09-14) níþ nÁ (2010-02-24) Bráðum (2008-04-05) Besta ljóð í heimi Ástarsonnetta Heilræði Atómljóð Til hamingju með daginn! (2009-01-10) Parið eftir dansnámskeiðið Náðargáfan Minning Til eru hús - (2014-03-21)
[ Til baka í leit ]
|