21. febrúar 2018
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
Sumarnótt

Breiðir þögn á blóm og runna
blæju næfurþunna.
Hagamús í holumunna
hallar sér á vangann.
Stundin hljóðlát staðar nemur,
stillan blæinn hemur.
Nóttin bjarta kyrrlát kemur
klædd í sumarangan.


Ljóð eftir Sigrúnu Haraldsdóttur

Bandingi (2007-06-21)
Kallið (2004-03-21)
Listsköpun (2002-02-24)
Orð (2002-06-18)
Tvíátta (2002-03-27)
Skúffurnar (2007-08-03)
Hugarburður (2006-08-23)
Sumarnótt
Sunnudagsmorgunn (2008-11-19)
Dauf eru skilin (2008-11-20)


[ Til baka í leit ]