26. september 2021
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
Hispania - Óður til Spánar

Þú hásléttan mikla, með hrjóstugar klappir og engi
heillar víst engan er fyrst á þig lítur og metur.
Á heitmiklu sumri þar sólin hún skín mjög og lengi
en hinsvegar vetur í kuldmikla kreppu þig setur.

Ó, þú kastalans gólf, þar sem runnar og rjóður ei lánast
þó ryðst þar upp beitilyng ilmsterkt úr hálf-földum sprungum.
Og fjallgarða millum, þar fordæming alger er nánast
en fjallbúans örbirgð og erfiði heldur þó ungum.

Um Kantbríu ósjaldan nepjan þá ísköld hún næðir
með nýfallin snjóinn og laxfisk í ánum sem líða.
Laufdalur dafnar þar Ebró með straumþunga æðir
og yfir er vindur og raki sem vit þín öll svíða.

Fjalla er þjóðin, sem fullkomið erfiðið þekkir
fornseiga bændur, er fátækt og eymdin ei grandar.
Garpar í skapi, og geðríki eru ekki hlekkir
gangast við heiðri, og ókunnra geð ei við blandar.

Galísa norðvesturs höfnunum getur af státað
gjöfulum fiskmiðum miklum og stórum í hafi.
Langdalir fagrir þar teygja sig langt og þá mátað
landsfræga fegurð í norðri, svo enginn er vafi.

Madrid, þú gjöfula, stórbrotna menningarborg
mig heillað þú hefur um áranna rásir, og gefur.
Með þjóðlegum hætti og þemu um stræti og torg
þú ætíð í huga mér vakir, og aldrei þú sefur

Hver snerting við þig og þín sól er í huga minn grefur
skín yfir landi og láði, þitt blóðheita hjarta.
Sporin þín djúp, sem að líf mitt allt markað þú hefur
Spánn, sem mig heltekið hefur,
ert landið mitt bjarta.Már Elíson
1951 -Ljóð eftir Má Elíson

Hús mitt í fjörunni
Í fjörunni
Aprílmorgunn
Biðstöðin
Á morgun
Ó þú dagur
Eldurinn (2008-10-22)
Hispania - Óður til Spánar (2008-12-31)
Óður til gítarsins
Jólakötturinn
Solo
Brúin í dalnum
Enn er nótt
Sjálfstæði
Steinarnir í fjörunni
Jólin, jólin
Farinn
Fanginn
Forgengilegt
Gestur
Hamingja
2 hliðar
Á kaffihúsinu
Hið ósýnilega
Hún, enginn nema hún
Höfuðverkur
Hugsýn
Kraftur alheims
Kyrrð
Lífið er... (2009-12-18)
Lífshljómur
Eins og rósin
Lífsvagninn líður hjá
Mótlæti
Nótt
Of seint
Opnaðu
Vonleysi
Regnið
Í leit að sjálfstæði
Sjónarspil
Ráðgátan svarta
Speglun af yfirborði
Stjórnmálamaðurinn
Tvö skref
Vegurinn langi
Við hittumst
Vorið
Öldungurinn
Jól, enn eru jól
Hún
Jólanótt
Augun þín
Lítið hús með stóra sál
Í Haukadal
Mitt land, mín þrá, mitt líf
Stóra ástin
Hugleiðingar um haustið
Andstæður
Mig dreymir
Föðurkveðja
Isabel (2009-02-07)
Til þín
Tunglið
Vinur í raun (2009-02-14)
Þú stúlka (2009-02-05)
Mitt ljós
Altea
Ljós í myrkri
España
Gamli bærinn
Glerhús
Gullfoss
Lítið vögguljóð
Söknuður
Sumarnótt
Svo ótalmargt
Sorgin (2009-02-28)
Lífið og tíminn
Fjarlægð
Gleðin
Án markmiðs
Hvað færðu ?
Lestin langa (2009-06-02)
Við
Gamli bærinn minn
Lífsklukkan (2011-02-14)
Talað við vindinn
Breiðgata ástarinnar (2010-04-30)
Ekki svara
Horfinn á braut
Lít ég barn
Tvö blóm (2010-03-28)
Þú varst alltaf stúlkan mín
Rigning er
Frá a til ö
Döggin
Hin eina sanna ást
Raunir fiðluleikarans
Hitasótt
Ljós míns lífs
Á fjarlægri strönd
Þú þráðir mig / You needed me (2010-12-09)
Hauststemma
Það er einstakt (2011-11-02)
Ferðin fyrirheitna
Hví syngur fuglinn ?
Einbúinn
Sjómaðurinn
Aldan í fjörunni
Því kemur sorgin að nóttu til ?
Minningin um þig
Lífið og tíminn
Kertið, mann-kertið..
Horfum fram á veginn
Horft í sortann
Hér á ég heima
Ég elska þig
Djöflaeyjan - hinsta kveðja
Nóvember, í dalnum heima


[ Til baka í leit ]