24. október 2020
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
Við skúringar

Gamlar tíðir grundar
við gólf og stiga duddar.
Skaft og moppu mundar,
magann á sér nuddar.

Glott við skeggið gælir,
gýtur augum, slórar.
Vatn í moppu mælir,
magann á sér klórar.

Fast um kústinn klípur,
kuski saman smalar,
mjög um moppu grípur,
við magann á sér talar.

Kátur, kjaftaglaður,
kvæði af munni fýkur.
Mikill vexti maður
magann á sér strýkur.

Sápuvatni væddur
vopnum sínum otar,
í morgunsárið mæddur
og magann á sér potar.

Moppar gólf og ganga,
geiflar sig og byrstir.
Í mat fer mjög að langa,
magann á sér hristir.

Garnagaulið krefur,
gerjast hungurþankar,
magnast matarþefur
á magann á sér bankar.

Augum röskum ratar
í ryk á gólfi, spáir.
Marga diska matar
í magann á sér þráir.

Þá hugsun stöðugt stundar
stunum hungurs meður,
moppu sína mundar;
í magann á sér treður!!!


Ljóð eftir Þorstein

Fossa flúðir
Hver
Fjallið
Vofa
Í spreki (2009-01-14)
Áin
Bæn
Synd
Heilræði
Ljóð
Leit (2008-10-18)
Svarið...
Fuglinn.
Á háaloftinu.
Langisandur.
Ég er alkohólisti. (2008-10-23)
Bros á vörum. (2008-10-22)
Orsökin.
Af Sviði.
Lífsleiði.
Rósin.
Bölþula.
Þú sem áttir.
Kona.
Barn í götu.
Gleðistund. (2008-10-31)
Kramin þjóð.
Lund.
Belja.
Skilaboð
´Nótt
Ást
Speki
Fegurð
Til þín
Völin
Auraráð
Eftirgjöf
Hugleiðing
Jól
Gangan
Mannsins þörf
Sjálfsmorð
Andleysi (2009-01-05)
Kveðja (2009-01-07)
Númi
Að lokum
Handanvið
Krítík
Hitamælir
Við skúringar
Pæling
Níð
Gróði
Oft
Fundur
Púki
Spil
Fang
Fugl
Himnahjal
Lukka


[ Til baka í leit ]