2. apríl 2020
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
Barnið, já blessað Barnið

Þú er skærasta stjarnan
á himni mínum,
þú ert regnboginn
röndóttur, nýr.
Þú ert sólin sem lýsir
geislum sínum,
lengst inn í
hjarta mitt.

Þú ert von mín og trú
er undan lætur,
þú ert skjól mitt
er tekur fast á.
Þú ert sá sem er hjá mér
allar nætur.
Sá sem ég sef
mest hjá.

Þú ert ástin mín eina
sem ég á mest í,
þú ert kærleiksský
fagurt og hlýtt.
Þú ert hofnin sem hvetur
mannfólk í því
að skilja ei
við sitt.
11.07.2003- Setti mig í spor móður og fór að hugsa út frá því og fannst þetta eiga við núna- því í dag er ég sjálf orðin móðir og magnað að ná tilfinningunum nákvæmlega svona í gegn mörgum árum áður.


Ljóð eftir Laufeyju Oddnýju

Ást
Breyttir tímar
Veiðimaður hugans
Ekkert svar
Dauðinn
Enn einn dagur
Draumurinn
Framhjáhald
Spurning
Þó þetta
Markmið
Barnið, já blessað Barnið


[ Til baka í leit ]