27. janúar 2020
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
Eplið og nektin.

Ég drakk te og beit í plómu;
hann horfði á mig
-ég elska þig,þú ert fullkomin,
sagði hann.

Ég sat á náttkjólnum og borðaði kíví
hann starði á mig
-Mig langar í barn með þér,
sagði hann

Ég sat jafn nakin og Eva og át epli
hann leit undan
-það er ekki þetta sem ég vil,
sagði hann

Ég hefði aldrei átt að bíta í eplið
allir vita að það er forboðið


Ég sleiki förin eftir tennur höggormsins.Urta
1974 -Ljóð eftir Urtu

Lítil saga af perlubandi
hundsgröf (2009-01-20)
Ljóð á milli lína
Við Djúpið.
Fyrsti kossinn (2009-02-01)
Fjölkvæni?
Fall
Þrjú ár.
Eplið og nektin.
Bálför
Stokkhólmssyndrómið


[ Til baka í leit ]