10. desember 2019
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
Lífið

Landakortslaus
á lífsins krossgötum.
Sigurviss maður
stendur á þeim miðjum.
Fyrirgefðu herra,
í hvaða átt er hamingjan ?
,,Hamingjan er ekki ákvörðunarstaður
heldur hugarástand.“
Alveg er það eftir mér
að lenda á svona rugludalli.

Ráðvillt
á rúmsjó ástarinnar.
Brosandi kona
siglir þar af öryggi.
Fyrirgefðu frú,
hvern á ég að elska ?
,,Að elska sjálfan sig er
mikilvægast alls „
Nei, hættu nú alveg,
var verið að rýma Klepp?

Einmanna
á dánarbeði,
enginn til að hæðast að .
Fyrirgefðu drottinn,
hvert er ég að fara ?
Ekkert svar.


Ljóð eftir Lindu Björk Markúsardóttur

Hið fallna lauf
Lífið
Til sölu (2009-03-25)
Hið ódauðlega (2009-04-17)
Kreppa - Partur DCLXVI


[ Til baka í leit ]