Blasti við sólbjartur dagur í dag,
dáfögur hross bar ég sjónum.
Lífið er hverfult en lukkan í hag,
þó landið sé fullt af rónum.
Aldrei mér líkaði eymdarlegt væl,
að alltaf menn þyrftu að spara.
Enda sótt meira í upphlaup með stæl,
því einu sinni lifir maður bara.
|