Stundum er ég þreyttur og þjáður
og þrekið búið.
Eins og starf mitt var áður
erfitt og snúið.
En ég finn mér athvarf í smáu
eins og heima forðum.
Glaptist aldrei af höllunum háu
og hélt mér að orðum.
Gengið hef á grýttum brautum
glaðst yfir engu.
För mína duldi förunautum
er framhjá gengu.
Ég drógst að þeim sem dreyma
en dóu ungir.
En draumunum ég vil gleyma
eru svo þungir.
|