13. desember 2019
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
Kreppa - Partur DCLXVI

Eyða, eyða!
Eyddu meira!
Ekki vera
kjarklaus bleyða.
Jeppa skalt
svo stoltur keyra
með vasafylli
af engu.

Kaupa, kaupa!
Kaupa og hlaupa!
Keyptu segðir
lygalaupa.
Vín svo skalt þú
reifur staupa
með hjartafylli
af græðgi.

Flýja, flýja
landstjórn nýja.
Fólk vill nú
að svikum ýja.
Landann skalt þú
þreyta og lýja
með samviskufylli
af (s)aur.


Ljóð eftir Lindu Björk Markúsardóttur

Hið fallna lauf
Lífið
Til sölu (2009-03-25)
Hið ódauðlega (2009-04-17)
Kreppa - Partur DCLXVI


[ Til baka í leit ]