19. febrúar 2020
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
Aldrei biður neinn að heilsa!

Það blæs að venju bölvuð norðanáttin
og blásvört skýin raða sér á jötu.
Þá himinn opnast; hellir Guð úr fötu
því Hann á regnið, dýrðina og máttinn..

Á rassinn sest og reyni að horfa á þáttinn
um rannsókn máls í landi vesturþýskra.
Er vindurinn og veggir saman pískra:
"Er Werner sekur?" staulast ég í háttinn.

Tennurnar bursta, tek upp næsta þátt.
Trítla upp stigann, þreyttur, leggst í rúmið.
Vitundin sofnar. Frá vökulöndum ber.

Hrekk upp við dynk sem drepið væri hátt
dyrnar á. Rís upp. Fölur stari í húmið.
Þrastarblóð rennur rauðmyrkt niður gler.
Úr bókinni Ljóð ungra skálda. Mál og menning, 2001. Allur réttur áskilinn höfundi.


Ljóð eftir Sigtrygg Magnason

Friedrich Nietzsche með vasabókina sína á kaffihúsi (2001-11-24)
Aldrei biður neinn að heilsa! (2001-12-10)
Herjólfur er hættur að elska (2002-12-04)


[ Til baka í leit ]