




















Höfundar: ©Notendur ljóð.is |
Við erum bárur í brimróti lífsins
berumst með veðri og vindum.
Stundum náum við að rótum rifsins
en í sjónum oftast við lyndum.
Öldurnar mislangt eiga að landa
og mismarga leiðandi máva sjá.
Sumar synda mót straumnum og stranda
og sökkva of snemma í hyldjúpin blá.
Hugur minn sem vaggandi vökvinn blár
vaggar í óvissu og ófylltri þrá.
Nær ekki landi ár eftir ár.
Rekur þá heldur lengra frá.
Einn dag mun líka þessi alda
safnast til föður síns Njarðar.
Hverfa smá saman í kelduna kalda
kveðja þá fegurð vor jarðar.
|
|
|
|
Ljóð eftir Fanneyju Hólmfríði
Ástfanginn Dagdraumar Íslendings Öldurót Veðra hamur Ástin er terroristi Dregur fyrir sólu Norðurhugar Álfahryllingur Svefnbæn Ölvunar andlegi friður Jarðarvorið (2010-02-09) Hellisbúinn Emelía Frjádagsins fagurgyllta fylling Sturtusálmur Bréf til Ritgerðar Úlfaldinn Situr við glugga sál
[ Til baka í leit ]
|