Sextugur mínus tugum tveim
trónir á aldri mætur
Ásgeir hann er einn af þeim
sem engan gráta lætur.
Við dáum þennan mætan mann
Möggu og strákana báða.
Ljúft streymi lífið í þeirra rann
og lukkan þar megi ráða.
Á afmælisdaginn við óskum þér
allra besta gengi,
að auðna þín með okkur hér
endist vel og lengi.
|