Ég er nympha, ég er dís
ég er allt sem hann kýs.
Ástarljóð, níð
ég er skáldgyðjan fríð.
Í augunum lotning,
ég er ljóðanna drottning;
Karlmenn mig þrá og konur mig vilja
er eitthvað erfitt við það að skilja?
Því frá örófi alda,
skáldin hafa viljað mig æst
og hver veit hvern ég heimsæki næst?
|