Liggur í baðkarsins botni,
skrúfað er heitu vatninu frá
og straumurinn rennur stúlkuna á
svo líkaminn hitni og blotni.
Undir vatnsins sæng hún liggur,
lokkar sem angar draumanna frá
höfðinu teygjast og tekur þá
elskhuginn um hana, dyggur.
Utan um hana, mjúka og hlýja,
taka hendur hans; elskhugans.
Kyssast og sökkva í ástardans
og sína ást þau endurnýja.
|