23. september 2021
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
Sorti

Ég sit hér og horfi á rigninguna út um gluggann. Myrkrið umlykur mig eins og teppi. Myrkrið er vinur minn, sá eini sem ég á eftir. Það er bara ég myrkrið og rigningin. Það er eins og hún sé að gráta fyrir mig, því ekki hef ég felt eitt einasta tár. Svo ég fylgist með myrkrinu gráta og græt með því þó engin tár sjáist. Þau renna inn á við, í stríðum straumum í hjarta mitt. Það þyngist og þyngist. Ætli ég sökkvi ekki til botns ef ég stykki í sjóinn. Ég veit um frábæran stað, hár klettur og brimið beljandi hvítt fyrir neðan. En ég geri það ekki. Því lífið er þjáning sem við verðum að þola því ef við gerum það ekki hvað erum við þá? Svo ég sit hér í myrkrinu og horfi á rigninguna, umvafin myrku teppi.


Anna K
1983 -

Samið í september 2001


Ljóð eftir Önnu K

Ábending
Frummyndir Platós
Sjálfselska
Leitað og Svarað
Bergmál fortíðarinnar
Sólsetur við Eyjafjörð (2003-06-01)
Regn
Workeload
What is this?
Hraði nútímans !
Sorti


[ Til baka í leit ]