26. september 2021
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
Ölvunar andlegi friður

Í ölvunarástandi dreymdi mig drauminn,
er stóð ég á strönd og horfði út á haf.
Með höfðið á undan ég stakk mér í strauminn,
og sálin fór með mér á bólakaf.

Umlukin vatni með útrétta arma
úr mér hvarf allt angur og strit.
Saltaður vökvinn seig mér um hvarma,
er sunnanvindurinn lék mér um vit.

Morguninn eftir ég vaknaði værri,
og vigtinni þungu af mér var létt.
Fannst mér sem hugurinn væri nú hærri,
öll heimsins vandamál væru leiðrétt.


Ljóð eftir Fanneyju Hólmfríði

Ástfanginn
Dagdraumar Íslendings
Öldurót
Veðra hamur
Ástin er terroristi
Dregur fyrir sólu
Norðurhugar
Álfahryllingur
Svefnbæn
Ölvunar andlegi friður
Jarðarvorið (2010-02-09)
Hellisbúinn
Emelía
Frjádagsins fagurgyllta fylling
Sturtusálmur
Bréf til Ritgerðar
Úlfaldinn
Situr við glugga sál


[ Til baka í leit ]