16. desember 2017
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
Úti Á Landi

Íslenskt dreifbýli
með girðingum hér og þar
klambrað saman.
Grýtt jörðin.
Stórskorið andlit sjómannsins
Í þorpinu með sigg í lúkum,
hlær tröllshlátri.
Maðurinn hreinlega
stokkinn út úr landslaginu.


Ljóð eftir Loga Tryggvason

Hliðarvídd (2012-03-01)
Úti Á Landi (2010-04-16)
Steinhjarta (2012-10-26)


[ Til baka í leit ]