23. september 2021
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
Listsköpun

Ég reyndi
að móta
mynd þína
í leir
og á léreft

En mistókst

Svo ég krossfesti þig
fyrir ofan rúmið mitt

Og þar hangirðu
drjúpir höfði í þögn

Á kvöldin
sit ég í rökkrinu
og dái fegurð þína


Ljóð eftir Sigrúnu Haraldsdóttur

Bandingi (2007-06-21)
Kallið (2004-03-21)
Listsköpun (2002-02-24)
Orð (2002-06-18)
Tvíátta (2002-03-27)
Skúffurnar (2007-08-03)
Hugarburður (2006-08-23)
Sumarnótt
Sunnudagsmorgunn (2008-11-19)
Dauf eru skilin (2008-11-20)


[ Til baka í leit ]