26. september 2021
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
Sturtusálmur

Nú legg ég augun aftur
og fljótt þinn náðarkraftur
mig umlykur alla
frá höfði niðr'að nafla.

Og eitthvað lengra niður
svo um mig dreifist friður.
Ég hækka jafnvel hitann
þá af mér gufar streitan.

Þarna inni í vætukró,
þar finn ég jafnan sálarró.
Ó, sturtubaðið besta
þú toppar alla presta.


Ljóð eftir Fanneyju Hólmfríði

Ástfanginn
Dagdraumar Íslendings
Öldurót
Veðra hamur
Ástin er terroristi
Dregur fyrir sólu
Norðurhugar
Álfahryllingur
Svefnbæn
Ölvunar andlegi friður
Jarðarvorið (2010-02-09)
Hellisbúinn
Emelía
Frjádagsins fagurgyllta fylling
Sturtusálmur
Bréf til Ritgerðar
Úlfaldinn
Situr við glugga sál


[ Til baka í leit ]