26. maí 2020
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
Næturhrafninn

Svartar götur, kyrrstæð tré
endurspeglandi áferð glampa tunglsins
horfi upp til himins og sé
í gegnum djúpt og rakt skýjaþykknið

þig

fljúgandi

skuggi þinn varpast
á jarðflötinn með drungafullum hætti
fjaðrirnar kljúfa vindinn
gróflega
í takt við djúpan hjartsláttinn

líkar þér nóttin,
kæri næturhrafn?Jóhannes
1994 -Ljóð eftir Jóhannes

Næturhrafninn


[ Til baka í leit ]