31. maí 2020
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
Stjórnlaus kátína

STJÓRNLAUS KÁTÍNA

Gefðu þér tíma,
til að eftirláta eðlislægri kátínu þinni
að skondrast inn í þéttan skóg alvörunnar,
til að glettast, skoppa og ærslast þar til hlátrasköllin hendast á milli
trjástofnanna, langt upp í krónur þeirra.

Leyfðu glaðværð þinni að berast
yfir trjátoppunum, áfram með næðingnum
að hvössum vindum fjallsbrúnanna,
þeytast langt upp með vindorkunni,
hlæja sig máttlausa á svifi,
hátt upp í lagskiptum lofthjúpunum,
stjórnlaus og frjáls hátt í heiðkvikunni.
Þar til hún loks berst til þín aftur
með snúningi jarðar úrvinda og hamingjusöm.

Gefðu þér tíma til að gleðjast.Gleðja
1957 -Ljóð eftir Gleðju

Etýða (einleiksverk á hörpu)
Leyndarmál (2011-03-23)
Orðin hörð
Nafnið þitt
Í mánaskini
Ljósblátt vor (2011-10-01)
Ljós sönnun
Skilaboð að handan
Lilja
Kvittur (2011-10-10)
Vegvísir (2012-02-26)
Sólarsjarmur
Heit þrá (2011-10-11)
Þráhyggja
Söknuður
Lífdagar
Hrafnaþing (2011-10-12)
Krummi og ég
óskipulegt tilboð
Morgunengill (2016-05-08)
Stjórnlaus kátína
Söngur smáfugls
Taktur afa og ömmu
Nýr dagur (2016-08-03)
Óraunveruleiki raunveruleikans eða öfugt
Fránhildur fyrrverandi
Tímans tal
Laus-ung


[ Til baka í leit ]