20. september 2020
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
Lifun

stríðir ólgustraumur
um stræti í hjartaborg
flæðandi táraflaumur
fyllir hvern kima sorg

tvennar lautir tómar
trega þrungnar sjá
hvar stjarna lítil ljómar
lengst höndum þeirra frá

skýjaveröld vildi
vitja þessa ljóss
heimti úr lífsins hildi
svo harmur ákaft óx

dimmur dapurleikinn
dreifist allt um kring
blíðu augnablikin
bara endurminning

þjáningin mun þverra
þá er undin grær
þrútin augu þerrar
hinn þýði vonarblær

hlýnar hjartarótum
hjá mynd af orðni tíð
dofinn fer úr fótum
frelsið leikur um líf

annað segja aðrir
en óskir geta ræst
er fæ ég mínar fjaðrir
flýg með þér skýjum næst


Ljóð eftir Rebekku Jenný

Bernska
Draumur
Lifun (2011-10-26)


[ Til baka í leit ]