23. september 2021
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
Jarðsamband

Ef þú ætlar að byggja hátt,
þarftu fyrst að grafa djúpt.

Illt er að glepjast til skýjanna
án þess að eiga sér traustar undirstöður

Flugvélar, sem svífa í lausu lofti,
snúa að endingu til jarðar.

Gervitungl, sem dvelja í þyngdarleysinu,
eru ekki uppspretta neins heldur endurvarpa þau jarðargeislum.

Jurtin, sem teygir anga sína til sólarinnar,
á upptök sín undir yfirborði jarðar og þar á hún rætur sínar.

Ef þú hyggur hátt
en hugar ekki að jarðsambandinu,
er víst að illa fari.

Það hafa nýleg dæmi sannað.Vandur
1964 -Ljóð eftir Vandan

Langafi minn
Speglun (2015-09-25)
Hæka (2011-10-19)
Lítt gefinn fyrir fjallgöngur
Jarðsamband
Fjallahringurinn (2017-02-02)
Brottnumin (2012-04-05)
Þaulz (2012-04-16)
Feigðin
Eins og steinn (2016-01-03)
Hæka að hausti I
Hæka að vetri I
Hæka að vetri II
Úr kýrhausnum (2014-12-20)
Móðurminning (2016-09-22)
Rós og skuggi (2017-10-31)


[ Til baka í leit ]