Mæður hafa sagt mér
við stjörnubirtu flóð
að sumir fórni snemma
sinni æsku glóð.
Og englar hafa sagt mér
í bænir beri menn
fjötra sína sjálfir
og svikin loforð enn.
Sorgin hefur sagt mér
að mönnum þyki verst
í svarta myrkri sjá
stjörnurnar best.
Moldin hefur sagt mér
móðir elds og íss.
Hún birgi stundum blóm sín
er blika morguns rís.
|