23. september 2021
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
Eins og steinn

Undan fótum mér
ultu steinvölur
niður brekkuna.

Þær minntu mig á orðin
sem lágu mér á hjarta
einn dag fyrir óralöngu
er ég þagði
eins og steinn.

Fyrst valt ein
og hreif aðra með sér,
síðan fleiri
og hnefastórir hnullungar
slógust í hópinn.
Svona vatt því fram,
eins og stífla hafi brostið
og þær ultu
af síauknu offorsi,
sem óstöðvandi flaumur,
sundurlaust, án samhengis.

Ég stóð kyrr
og fylgdist með úr brekkunni,
hvernig þær runnu niður á jafnsléttuna
og námu þar staðar
með fyrirfram ákveðna afstöðu
hver til annarrar.
Þar mynduðu þær órofa heild,
þrungna merkingu

og ég þagði
eins og steinn.Vandur
1964 -Ljóð eftir Vandan

Langafi minn
Speglun (2015-09-25)
Hæka (2011-10-19)
Lítt gefinn fyrir fjallgöngur
Jarðsamband
Fjallahringurinn (2017-02-02)
Brottnumin (2012-04-05)
Þaulz (2012-04-16)
Feigðin
Eins og steinn (2016-01-03)
Hæka að hausti I
Hæka að vetri I
Hæka að vetri II
Úr kýrhausnum (2014-12-20)
Móðurminning (2016-09-22)
Rós og skuggi (2017-10-31)


[ Til baka í leit ]