22. október 2019
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
Sonur

Sonur minn með saklausu brúnu augun sín,
svo fallegur með ljósa hárið.
Hvert fórstu hvar ertu ég leita þín,
fastur í klóm fíknar svo fellur móðurtárið.

Dauðans barátta við dóp og vín,
blæðir stöðugt hjartasárið.

Djöflana hann berst við upp á líf og dauða,
dreymir´um að komast á réttan kjöl.
Helgreipum fíknin heldur í kauða,
kvalinn í fjötrum vill losna við böl.

Baráttan erfið við bölvun þess og drauga
sem beiskju valda og eilífðar sálarkvöl.

Fjölskyldan kvalin á sálu illa farin,
fallinn er og baráttan fyrir bí.
Djöfulsfíknin tælir á draumabarinn
dópið glepur fíknin hann áfram knýr.

Samviskulaus í hjartanu sýnist kalinn
heimurinn hruninn enn á ný.Ljóð eftir HB. Hildiberg

Sonur
Tregatárin
Þokan. (2013-09-23)
Sumar. (2013-08-31)
Úrhellið (2013-09-01)
Mót vindinum (2013-09-25)
Tækniöld
Gluggað í blöðin
Tindrandi stjörnurnar (2013-12-08)
Frjósemi hugans (2013-12-09)
Sumarið
Í sólinni
Regnið (2014-09-30)
Kollurnar á öldunum (2014-10-01)
VORIÐ (2015-04-17)
TANFAR
PEST
Vor


[ Til baka í leit ]