22. október 2019
 

Notandi

Lykilorð


[ Gleymt lykilorð ]

Höfundar:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z Æ Þ Ö

©Notendur ljóð.is
Tregatárin

Taumlaust tregatárin falla
tætt er orðin sálin mín.
Út í tómið finnst ég kalla
er ég reyni að ná til þín.

Hugarangri miklu veldur
hjörtun kvelur endalaust.
Fjölsyldan fyrir lífernið geldur
fangar óttans, aldrei laus.

Veistu að vonleysi fyllir mitt hjarta
er ég horfi i augu þín.
Eina ósk um framtíð bjarta
foreldar eiga um börnin sín.


Ljóð eftir HB. Hildiberg

Sonur
Tregatárin
Þokan. (2013-09-23)
Sumar. (2013-08-31)
Úrhellið (2013-09-01)
Mót vindinum (2013-09-25)
Tækniöld
Gluggað í blöðin
Tindrandi stjörnurnar (2013-12-08)
Frjósemi hugans (2013-12-09)
Sumarið
Í sólinni
Regnið (2014-09-30)
Kollurnar á öldunum (2014-10-01)
VORIÐ (2015-04-17)
TANFAR
PEST
Vor


[ Til baka í leit ]